Heimsókn í Fák - aflýst
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 28 2021 16:00
- Skrifað af Sonja
Því miður þarf að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn Fáks til okkar vegna Covid 19, ferðin var á dagskrá núna 1. maí
Því miður þarf að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn Fáks til okkar vegna Covid 19, ferðin var á dagskrá núna 1. maí
Kæru Harðafélagar
Nú er komið að hinni árlegu Firmakeppni Harðar og fer mótið fram núna á laugardaginn 1.maí. og hefst klukkan 13:00
Mótið verður með firmasniði á skeiðbrautinni, sem sagt fjórar umferðir á hest, hægt tölt að reiðhöllinni og yfirferðargangur (frjáls gangtegund) frá reiðhöllinni aftur.
En pollaflokkur og barnaflokkur fara fram á hringvelli.
Flokkarnir sem verða í boði eru:
- Pollaflokkur (inni á hringvelli)
- Barnaflokkur (inni á hringvelli)
- Unglingaflokkur
- Ungmennaflokkur
- 3. flokkur
- 2. flokkur
- 1. flokkur
- Heldri menn og konur (60+)
Jafnframt verður boðið upp á keppni í 100 metra tímatöku á brokki, tölti, stökki og skeiði
Skráning fer fram í anddyri reiðhallarinnar á mótsdegi á milli 11 og 12. Minnum alla á að gæta að sóttvörnum og fara eftir öllum gildandi reglum.
Kveðja, Mótanefnd
Anton Páll verður með námskeið föstudaga 30.apríl og 14. maí næstkomandi. Kennslan fer fram í 45 mín einkatímum báða dagana. Mælst er til þess að nemendur fylgist með kennslu hjá samnemendum sínum. Muna að fara eftir eigin smitvörnum - millibil og spritt :)
Verð fyrir báða daga er 31.000 kr.
Anton Páll Níelsson er menntaður reiðkennari B frá Háskólanum á Hólum.
Hann hefur kennt við Hólaskóla í fjölda mörg ár auk þess að sinna reiðkennslu víða um heim og rækta hross. Anton Páll hefur verið einn af þjálfurum íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem og nokkrum erlendum landsliðum, t.d. því sænska og austurríska. Anton Páll er þekktur fyrir einfalda, hreinskilna, hestvæna og mjög árangursríka nálgun í reiðkennslu sinni.
Skráning fer fram á skraning.sportfengur.com
Niðurstöður af 3. Vetrarmótinu Fákafarsmótinu finnið þið hér:
https://www.facebook.com/motanefndhardar