- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, júní 06 2014 09:50
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Það var mikið fjör í Harðarbóli í gær þegar um 100 manns mættu til að máta og panta úlpur og peysur. Þeir sem ekki komust í gær verða að hafa samband við Helenu í síma: 8976764. Pöntunin verður send frá okkur þriðjudaginn 10.júní. Eftir það er ekki hægt að panta hjá okkur.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, júní 05 2014 14:31
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Í dag er boðið uppá að máta og kaupa úlpur og hettupeysur sem við látum merkja Herði. Þeir sem ætla að kaupa greiða 3.000kr staðfestingargjald. Mátunin fer fram í Harðarbóli í kvöld kl.20.00.
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, júní 03 2014 09:51
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Kæru Harðarfélagar.
Miðvikudaginn 11.júní verður gámur undir plast við reiðhöllina kl.17.00 - 20.00. Munið að aðeins má plast fara í gáminn.
Hestamannafélagið Hörður er með samning við Slippfélagið og fá Harðarfélagar góðan staðgreiðsluafslátt af málningu á hestúsin sín. Slippfélagið er með númerið á grænu málningunni sem við notum á húsin. Endilega nýtið ykkur þennan aflsátt og notið góða veðrið til að mála og taka til í kringum húsin hjá ykkur þegar hestarnir eru komnir á græn grös.
VIÐ VILJUM HAFA HESTHÚSAHVERFIÐ OKKAR FALLEGT OG ÞETTA ER EINN LIÐUR Í ÞVÍ.
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, júní 02 2014 20:40
-
Skrifað af Anton Hugi Kjartansson
Keppendur á Landsmóti í A-flokk eru eftirfarandi.
1. Greifi frá Holtsmúla 1 – Reynir Örn Pálmason – 8,58
2. Freyr frá vindhóli – Sigurður Vignir Matthíasson – 8,47
3. Sjór frá Ármóti – Viðar Ingólfsson – 8,46
4. Óttar frá Hvítárholti – Súsanna Sand Ólafsdóttir – 8,42
5. Sæ-Perla frá Lækjarbakka – Lena Zielinski – 8,42
6. Hvatur frá Dallandi – Halldór Guðjónsson – 8,41
7. Hnoss frá koltursey – Elías Þórhallsson – 8,34
Varahestar:
Nótt frá Flögu – Ragnar Bragi Sveinsson – 8,33
Tenór frá Hestasýn – Alexander Hrafnkelsson – 8,32
Nánar...