Beitarlok 2025
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, ágúst 25 2025 14:22
- Skrifað af Sonja
Til beitarhafa.
Nú er líkt og undanfarin ár tími randbeitar liðinn og skal hugað að því að beita ekki stíft þó strengir séu notaðir til að stýra beit núna fram að beitarlokum.
Hross skulu vera farin úr hólfum og gengið frá þeim í samræmi við reglur, þann 10. september. Svigrúm verður veitt fram að helginni eftir ef svo ber undir.
Úttekt Landgræðslunnar og Mosfellsbæjar á öllum beitarhólfum verður svo gerð að beitartíma loknum.
Ef einhver þarf að rifja upp reglur um beit þá eru þær hér:
https://hordur.is/index.php/felagid/beitarholf