Skógarhólanefnd

Hestamannafélagið Hörður vill endurreisa Skógarhólanefnd og hefja viðræður við Þingvallanefnd um áframhald á þeirri þjónustu sem hestamenn hafa notið á Skógarhólum. Tillaga þess efnis liggur fyrir 56. Landsþingi LH. Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars að Skógarhólar tengist hestamennskunni órjúfanlegum böndum og séu í þjóðbraut hestaferðalanga á Suður- og Vesturlandi.

Ef aðstaðan í Skógarhólum verði lögð niður gæti það orðið fyrsta skrefið í þá átt að umferð hrossa í þjóðgarðinum verði bönnuð. Ný Skógarhólanefnd hafi fjölþættara hlutverk en áður og um hana verði stofnað fyrirtæki líkt og Landsmót ehf..