Lóðarleigusamningar

Það er sönn ánægja að upplýsa hesthúseigendur um að lóðarleigusamningar vegna allra hesthúsalóða á félagssvæði Harðar hafa verið útbúnir hjá Mosfellsbæ. 

Til að spara fólki sporin og auðvelda undirritun er hér með boðað til undirritunardaga í Harðarbóli, annars vegar miðvikudaginn 13.mars og hins vegar mánudaginn 18.mars, báða dagana klukkan 17-20. 

Þeir samningar sem verða óundirritaðir eftir þennan tíma munu  liggja frammi í afgreiðslu sveitarfélagsins í Þverholti 2, 2. hæð, þar sem lóðarhafar geta sótt skjölin til undirritunar.

Athugið:

  • Allir eigendur eignarhluta í viðkomandi hesthúsi þurfa að skrifa undir. Þeir eru allir tilgreindir á fremstu síðu samningsins svo það á að vera ljóst hverjir það eru. Hesthús er hver lengja.
  • Séu hjón/sambýlisfólk skráð saman fyrir eignarhluta þurfa þau bæði að skrifa undir en eins og áður greinir koma nöfn þeirra beggja fram á fremstu síðu samningsins.
  • Eigendur bera sjálfir ábyrgð á því að koma lóðarleigusamningi til þinglýsingar og greiða þinglýsingarkostnað sem er 2700 krónur. Mikilvægt er jafnframt að frumritinu verði skilað til bæjarins, þegar það kemur úr þinglýsingu.
  • Hver og einn eigandi á að fá eitt eintak af samningnum til varðveislu.

 

Stjórnin