Frá Æskulýðsnefnd

Æfingabúðir í Hestheima helgina 9. - 11. maí. Farið verður með unglinga og ungmenni í æfingabúðir í Hestheima helgina 9. - 11. maí. Gist verður tvær nætur í svefnpokaplássi. Verð aðeins 7000 kr. Innifalið í verðinu eru ferðir, matur, gisting og reiðkennsla hjá Sigga Sig. og Trausta Þór. Þeir sem ekki eru á unglinga- og ungmennanámskeiðinu borga 8000 kr. Skráning og fjáröflun. Þeir sem hafa áhuga á að fara í ferðina vinsamlega látið undiritaðar vita fyrir 22. apríl nk. Þá skal einnig láta vita hvort viðkomandi hafi áhuga á að taka þátt í fjáröflun fyrir ferðina. Athugið að það er takmarkaður þátttökufjöldi. Ása 66 44 506 Helga 896 7434 Kolbrún 699 5178 Reiðnámskeið fyrir börn. Skráning á ný reiðnámskeið fyrir börn verður í Harðarbóli 22. apríl á milli 19 og 20. Um er að ræða tvennskonar námskeið. Annarsvegar verður hefðbundin reiðkennsla og hinsvegar verður námskeið fyrir börn sem vilja undirbúa sig undir keppni. Kennt verður tvisvar sinnum í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, í fjórar vikur. Kennsla hefst í byrjun maí. Námskeiðið kostar 3000 krónur Æskulýðsnefnd.