Frá formanni

 
Miðbæjarreiðin gekk vel og voru Harðarmenn í meirihluta. Tæplega 30 manns riðu í Víðdalinn og þar bættust við um 15 manns frá Miðbæjarreiðinni í kaffihlaðborð Fáksmanna. Minni á Opið hús á degi íslenska hestsins í reiðhöllinni á morgun 1. maí kl 15. Frítt inn. Um næstu helgi verður Íþróttamót Harðar. Mikið í boði og helgarnar mættu vera fleiri á vorin. Búið að hanna Harðarjakka fyrir Landsmót eða raunar hvað sem er. Fallegir og fínir jakkar á góðu verði. Mátun í Harðarbóli miðvikud og fimmtud. Kl 17-20