HIN ÁRLEGA HROSSAKJÖTSVEISLA 8-VILLTRA VERÐUR HALDIN 7. OKTÓBER N.K. Í HARÐARBÓLI

Miðasala hefst 16. september. Hægt er að panta miða hjá formanni 8-villtra, með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Pöntunin verður þó ekki tekin gild fyrr en miðar hafa verið greiddir inn á reikning 8-villtra (sjá að neðan upplýsingar um reikning 8-villtra).Athugið, fyrstur kemur, fyrstur fær.

 

Miðaverð aðeins krónur 7.500 og miðinn gildir sem happdrættismiði að venju. Eins og alltaf, mun  ágóði af veislunni verða nýttur til að efla og styrkja hestamannafélagið Hörð.

Reikn.nr.:528-26-254

Kt.:470317-0780

Eigandi:Reiðfélagið 8 villtir

 

Eins og venjulega verður matseðill aldarinnar eftirfarandi:

                    Fordrykkur

                    Forréttur

                    8-villt hlaðborð að hætti Hadda

                    Sérréttur fyrir gikkina

                    Eftirréttur

                    Barinn opinn allan tímann

 

                    Húsið opnar kl. 19:00

                    Veislustjóri verður Samúel Örn Erlingsson

                    Uppistandarinn og skemmtikrafturinn Saga Garðars kemur og kítlar hláturtaugarnar

                    Myndasýning úr ferðum 8-villtra

                    Happadrætti – Ótrúlegir vinningar 

                    Hörkudansleikur fram eftir nóttu undir dyggri stjórn Heiðars Austmanns