Ferð 8 villtra

Þann 25.-27. ágúst fara 8 villtir í Þykkvabæinn. Enn eru til örfáir miðar og fyrstur kemur, fyrstu fær. Gist verður á splunkunýju þriggja stjörnu hóteli þeirra Gyðu og Halla að Norður-Nýjabæ, Hótel VOS (www.hotelvos.is). 8 villtir hafa tekið frá öll gistirými á hótelinu þessa helgi. Það eru 18 herbergi á hótelinu, 16 tveggja manna og tvö þriggja manna, samtals rúm fyrir 38 manns. Kostnaður á mann er 36.000 kr. og innifalið í því er eftirfarandi:

 1. Tvær gistinætur (uppábúin rúm)
 2. Tveir morgunverðir (laugardag og sunnudag) og nesti í reiðtúrana
 3. Tveir kvöldverðir (föstudagskvöld og laugardagskvöld)
 4. Hagabeit fyrir hesta (tvær nætur)
 5. Leiðsögn í reiðtúrana

  

SKRÁNING:

Til að skrá sig í þessa frábæru ferð þarf bara að gera eftirfarandi.

 1. Senda Kristjáni Kristjánssyni tölvupóst (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)/eða hringja (825 6372) og gera eftirfarandi:
  1. Gefa upp nafn allra þátttakenda, netfang og síma.
  2. Greiða staðfestingargjald fyrir alla, sem er 10.000 kr. á mann,

inn á eftirfarandi reikning:

 1.          Reikn.nr.: 528-26-254

Kt.: 470317-0780

Eigandi: Reiðfélagið 8 villtir

 1. Athugið að skráningin er aðeins tekin gild, þegar staðfestingargjaldið hefur verið greitt.

Dagskrá og frekari upplýsingar um ferðina:

 

Föstudagur 25. ágúst (fyrir þá sem komast snemma):

15:30 - Kaffisopi og meðlæti við komu.

16:00 - Hestarnir keyrðir út í Háf (milli Sandhólaferju og Háfs).

Hægt er að keyra bílana að hótel VOS og knapar ferjaðir til baka.

17:00 - Riðið frá Háfi og síðan riðið efst í Gljánni að Norður-Nýjabæ / Hótel VOS.  Hestarnir settir út á tún.

19:30 - Kvöldmatur (annað hvort súpa og brauð eða ekta ítalskt pasta og bolognese með heimabökuðu brauði og salati).

..glens, grín og spjall fram eftir kvöldi.

Laugardagur 26. ágúst:

09:00-10:30 - Morgunmatur, hver og einn smyr nesti fyrir sig.

10:30 - Hestar gerðir klárir

11:30 - Í hnakk. Riðið að Gljánni ofanverðri í austur og út á árbakka Ytri Rangár/Hólsá. Þaðan riðið upp bakkana að vestanverðu upp fyrir Djúpós. (fyrirfram er hægt að setja bjór eða snapsa á tveimur til þremur stoppum á leiðinni). Síðan riðið til baka. Þetta er eins hesta reið en leiðin er um 20 km en ekkert upp á fótinn, þægileg leið og mörg stopp.

19:00 - Þriggja rétta kvöldverður.

..glens, grín og spjall fram eftir kvöldi.

Sunnudagur 27. ágúst:

09:00-11:00 - Morgunmatur.

12:00 - Hestar gerðir klárir.

13:00 - Nokkrir möguleikar í boði, en fer eftir þeim sem vilja fara, veðri og vindum... Riðið eftir Gljánni og fyrir neðan Suður-Nýjabæ - riðið út í fjöruna (þ.e. ef gott er í sjóinn en fjaran getur verið varhugaverð ef aldan er mjög stór).  Ath. það er harðbannað að sundríða. Ef fjaran er ekki hentug þá er hægt að ríða í gegnum þorpið og sem leið liggur upp að Kálfalæk og síðan til baka. Leiðin er sandgötur og ósnortin náttura.

.. Heimferð.

Athugið! Miðað er við að þetta sé eins hesta ferð. Það er að sjálfsögðu leyfilegt að taka fleiri hesta með.