KIRKJUREIÐ - KIRKJUKAFFI OG SÝNING TÖLTGRÚPPU HARÐARKVENNA

KIRKJUREIÐ - KIRKJUKAFFI - TÖLTGRÚPPU SÝNING - SUNNUDAGINN 29.MAÍ N.K.

Guðsþjónusta verður í Mosfellskirkju sunnudaginn 29. maí kl. 14:00.

Dagurinn er kirkjudagur og er guðsþjónustan unnin í samvinnu við Hestamannafélagið Hörð í Mosfellsbæ.

Ræðukona er Jóna Dís Bragadóttir formaður Harðar. Karlakórinn Stefnir syngur og organisti er Ragnar Jónsson. Sr. Arndís Linn þjónar fyrir altari.

Hópreið hestamanna verður bæði til og frá kirkju og að athöfninni lokinni bíður Hestamannafélagið í kirkjukaffi í Reiðhöllinni.

Lagt verður af stað úr Naflanum kl.13.00 og riðið upp að Mosfellskirkju

Í kirkjukaffinu ætlar Töltgrúppa Harðarkvenna að sýna glæsilegar töltslaufur sem þær hafa verið að æfa sl. mánuð.

Hlökkum til að sjá ykkur í kirkjureiðinni og kirkjukaffinu.

Guðsþjónustan er hluti af viðburðum í Hreyfiviku UMFÍ.

Nefndin