KYNBÓTANÁMSKEIÐ MEÐ ÞORVALDI KRISTJÁNSSYNI - LAUGARDAGINN 19.MARS NK.

Hestamannafélagið Hörður heldur námskeið í samstarfi við Þorvald Kristjánsson ábyrgðarmann í hrossarækt um byggingardóma kynbótahrossa.  Námskeiðið er haldið í Harðarbóli og í reiðhöllinni í Herði.  Námskeiðið er tvíþætt.  Fyrst eru fyrirlestrar í Harðarbóli og síðan er sýnikennsla í reiðhöllinni. Þorvaldur hefur vakið mikla athygli fyrir námskeið og fyrirlestra sem hann hefur haldið.

Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á ítarlega fræðslu um þau atriði sem horft er til þegar eiginleikar byggingar eru metnir og hvernig þeir eru dæmdir. Einnig verður farið yfir tengsl byggingar og hæfileika og það hvernig best er að stilla hrossi upp fyrir byggingardómi. Námskeiðið byggir að hluta til á fyrirlestrum en áhersla verður lögð á verklegar æfingar.

Hægt verður að kaupa veitingar í nýju sjoppunni í reiðhöllinni.  Súpa og fleira góðgæti í hádeginu.

Verð á fyrirlesturinn og sýnikennsluna er aðeins 1.000kr.