Þolreiðarkeppni á Landsmót

Þolreið á Landsmóti, Landsmót hefur skipulagt þolreið á landsmót í samvinnu við Laxnes. Þolreiðin verður laugardaginn 30.júní og verður riðið frá reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ inn á Landsmótssvæðið í Víðidal. Leiðin er um 14 km löng. Keppt verður í ungilnga og fullorðins flokki. Verðlaunaafhending verður á aðal Landsmótsvellinum eftir hádegi á Laugardaginn. Allir þáttakendur fá verðlaunapening fyrir þáttökuna, þrír efstu í hverjum flokki fá veglega bikara og fyrsta sætið í hverjum flokki fær flugmiða til Evrópu með Iceland Express. Sjá betur á heimasíðu LH http://www.lhhestar.is/