Umferðareglur fyrir hestamenn

Í þéttbýli.

1.     Hestamenn víkja til hægri á reiðleiðum.

2.     Hestar sem eru teymdir skulu ávallt vera hægramegin og ekki fleiri en tveir ( þrír til reiðar ).

3.     Reiðhjálmar eru sjálfsögð öryggistæki.

4.     Endurskinsmerki í skammdegi veita hestum og mönnum aukið öryggi.

5.     Lausir hundar eru ekki leyfilegir á .

reiðleiðum og í hesthúsahverfum.

6.     Áfengi og útreiðar fara ekki saman.

7.     Sýnum tillitsemi, ríðum ekki hratt á móti eða aftanundir aðra reiðmenn.

8.     Fari margir hestamenn saman í hóp skal ríða í einfaldri röð ef umferð er á móti.

9.     Ríðum á reiðvegum og slóðum þar sem því verður viðkomið.

10.                        Teymum hesta, rekstrar eru bannaðir í þéttbýli.

 

Landssamband hestamannafélaga

Ferða- og samgöngunefnd