Íþróttakarl Hestamannafélagsins Harðar 2012

Íþróttakarl Hestamannafélagsins Harðar 2012 er Reynir Örn Pálmarsson


Reynir Örn Pálmarsson hestaíþróttamaður

 

Reynir Örn Pálmason

Hestaíþróttamaður Harðar 2012

 41.árs  (fæddur 14.apríl 1971)

 

Reynir Örn er framúrskarandi afreksmaður í hestaíþróttinni. Hann hefur verið valinn hestaíþróttamaður Harðar fimm sinnum.  Hann hefur sinnt félagsstörfum og starfað sem reiðkennari hjá Herði um árabil, ásamt því að reka stórt hestabú.  Hann er alinn upp í Herði og hefur aðeins keppt sem Harðarmaður.  Hann er mjög góð fyrirmynd fyrir kynslóðina sem við erum að ala upp í Herði.  Árið 2012 var einstaklega farsælt hjá Reyni Erni, hann keppti á öllum mótum sem Hörður hélt, ásamt því að keppa á öllum stórmótum sem haldin voru á Íslandi og nánast alltaf í úrslitum.  Hann var jafnframt valinn í Landslið Íslands sem keppti á gríðarlega sterku Norðulandamóti í Svíþjóð. Árangur árið 2012: Íþróttamót Mána: 5g - 1.sæti. Reykjavíkurmeistaramót: T2 – 3.sæti – 5g – 6. sæti  -T1–5.sæti.Íþróttamót Harðar: T2 – 1.sæti – 5g  – 3. Sæti. Samanlagður fimmgangssigurvegari. Gæðingamót Harðar: T1 – 1. sæti - A fl. – 3. sæti og 7. sæti - B flokkur – 7.sæti Unghrossakeppni - 1. sæti. Íslandsmót: 5g  – 7. sæti - B úrslit T2. Landsmót 2012: A flokkur – 10. Sæti. Suðurlandsmót: T2 – 3. sæti. Tölt og skeiðmót Hellu: Gæðingaskeið – 4. sæti. Gæðingaveisla Sörla: A flokkur - 3. sæti100 m skeið – 9. sæti. Karlatölt Harðar: Tölt – 1. sæti. Norðulandamót Svíþjóð: T2 – 2. sæti. Metamót Andvara: B úrslit 5 - sæti - 100 m skeið - 10. Sæti. Sumarsmellur Harðar: B úrslit tölt 3. sæti - Gæðingaskeið – 8. sæti.Opið Íþróttamót Svíþjóð:T1 - 1. sæti - Fjórgangur - 2. Sæti. Töltfimi Skeiðvöllum: - Tölt – 1. sæti.

Við hvetum fólk til að fara inná mos.is og kjósa þar.