Námskeið fyrir börn og polla undir 10 ára!

Almennt reiðnámskeið fyrir polla og börn þar sem markmiðið er að bæta jafnvægi og grunnstjórnun í gegnum ýmsa leiki og þrautir.

Hjá minna vönum pollum sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku eru foreldrar með og teyma undir börnunum. Hjá meira vönu pollunum er markmiðið að fara dýpra samspil hests og knapa og ná meiri tökum á undirstöðu atriðum í reiðmennsku í gegnum ýmsar skemmtilegar æfingar.

Námskeið fyrir áhugasama krakka sem vilja öðlast meira jafnvægi, skilning og þekkingu á almennri þjálfun hesta. Farið verður yfir ýmis öryggisatriði og umgengni við hestinn, hvernig á að ná betri stjórn og samspili við hestinn og lögð áhersla á yfirvegaðar og léttar ábendingar.

Í lok þessa námskeiðs ættu nemendur að vera komnir með grunnskilning í reiðmennsku, þekkja helstu gangtegundir og hvernig þjálfun getur verið skemmtileg bæði fyrir hest og knapa.

Námskeiðið er níu skipti og er kennt í Blíðubakkahöll. Kennt er einu sinni í viku á fimmtudögum og krakkar mæta með eigin hest og búnað. Hefst 29.janúar!

Hóparnir eru eftirfarandi:

Pollar teymdir

Pollar ríða sjálfir

Börn minna vön

Börn meira vön

Kennari áskilur sér rétt til að færa nemendur milli hópa

Kennari: Sóllilja Baltasarsdóttir

Janúar: 29.

Febrúar: 5./ 12./ 19./ 26.

Mars: 5./ 12./ 19./ 26.

Skráning inn á abler.io/shop/hfhordur

Verð pollar: 5000kr

Verð börn : 7000kr

612006421_1474961344639248_5703259193046175444_n.jpg