75 ára afmæli!
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, desember 12 2025 10:09
- Skrifað af Sonja
Hestamannafélagið Hörður var stofnað árið 1950 og fagnar því 75 ára afmæli í ár.
Við ætlum að fagna tímamótunum í reiðhöll Harðar 14. desember næstkomandi á milli 13 og 15. Það verður skemmtileg sýning frá 13-14 þar sem ungir og aldnir munu sýna hesta og reiðmennsku og kynna starf félagsins. Að sýningu lokinni verður teymt undir börnum til klukkan 15.
Vöfflur og drykkir í boði og allir velkomnir!
