Keppnisnámskeið Fullorðinna og Yngri!

Ath. skráning hefst klukkan 20:00 í kvöld (4.des) inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur

Takmarkaður fjöldi plássa í boði svo um að gera að vera fljótur að skrá sig!

Skráningarfrestur er út 9.janúar

Keppnisnámskeið fullorðinna

Námskeið í formi 30 mínútna einkatíma einu sinni í viku! Frábært fyrir alla sem stefna á þátttöku í keppni og vilja einstaklingsmiðaða kennslu yfir tímabilið! Stefnt er á að hafa nokkra bóklega tíma inn í þessu sem miða að því að dýpka skilning knapa á keppni og þjálfun samhliða verklegri kennslu.

Kennari er Ylfa Guðrún Svafarsdóttir.

Námskeiðið hefst 14.janúar og er 10 skipti samtals (möguleiki á framhaldi ef áhugi er fyrir).

Verð: 70.000kr

Janúar: 14./ 21./ 28./

Febrúar: 4./ 11./ 18./ 25.

Mars: 4./ 11./ 18.

Keppnisnámskeið yngri flokka

Námskeið sem hentar öllum nemendum í yngri flokkum sem stefna á þátttöku í keppni.

30 mínútna einkatímar einu sinni í viku í allan vetur sem gerir námskeiðið mjög einstaklingsmiðað! Sérlega góður undirbúningur fyrir knapa sem stefna á Landsmót næsta sumar! Stefnt er á að hafa nokkra bóklega tíma inn í þessu sem miða að því að dýpka skilning knapa á keppni og þjálfun samhliða verklegri kennslu.

Kennarar námskeiðsins eru Súsanna Sand Ólafsdóttir og Þórdís Inga Pálsdóttir.

Námskeiðið hefst 12.janúar og er kennt alveg fram að úrtöku (miðjan júní).

Verð: 30.000kr

 

keppnis.jpg