Námskeið á Vorönn 2026!

Nú fer allt að verða tilbúið fyrir námskeið komandi vetrar! Nú þegar er hafin skráning í verklega hluta á knapamerki 3-5 sem hefst í desember og á næstu vikum munum við auglýsa og opna fyrir skráningu á þau námskeið sem hefjast eftir áramót!🤩 Vonandi eru þið jafn spennt og við fyrir komandi vetri!

Námskeið fyrir alla aldurshópa:

Bland í poka

Bland í poka er nýtt námskeið sem hefur göngu sína í vetur! Námskeið fyrir alla sem vilja kynnast fjölbreyttum hliðum hestamennskunnar! Hér fá nemendur tækifæri til að vinna með alls konar reiðkennurum og mismunandi þema er eftir vikum! Til hvers að einblína á eitthvað eitt þegar hægt er að prófa fleira?

Meðal þess sem farið verður yfir er vinna við hendi, sætisæfingar, grunnþjálfun gangtegunda, liberty þjálfun, þjálfun fyrir keppni, vinna með brokkspírur og fleira spennandi! Kennt er í 45 mínútur í senn og eru 3-4 saman í hóp.

Hefst: 13.janúar

Kennarar verða birtir síðar

Vinna við hendi

Vinna við hendi námskeiðið er frábært fyrir þá sem vilja aðstoð með að vinna með hestinn í hendi! Vinna við hendi meðal annars eykur samspil manns og hests, liðkar og mýkir og skerpir á ábendingum!

Kennsla fer fram aðra hvora viku í Blíðubakkahöllinni

Hefst: 29.janúar

Kennari: Ingunn Birna Ingólfsdóttir

Einkatímapakkar

Einkatímar verða kenndir á þriðjudögum milli 18-19 og miðvikudögum milli 18-20 í Blíðubakkahúsinu. Fjöldi kennara verða í boði svo allir ættu að geta fundið kennara við sitt hæfi! Einkatímapakkarnir eru 5x30mínútur

Kennaralisti verður birtur síðar

Knapamerki 1-5

Knapamerkin eru frábær grunnur fyrir alla sem stunda hestamennsku en þar er farið stigskipt yfir ferlið að þjálfa og byggja upp reiðhest.

Námskeið fyrir yngri flokka:

Keppnisnámskeið Yngri flokka

Námskeið sem hentar öllum nemendum í yngri flokkum sem stefna á þátttöku í keppni. 30 mínútna einkatímar einu sinni í viku í allan vetur! Sérlega góður undirbúningur fyrir knapa sem stefna á Landsmót næsta sumar!

Hefst 12.janúar

Kennarar birtir síðar

Pollanámskeið

Pollanámskeiðin verða að sjálfsögðu á sínum stað en þar er nemendum skipt í hópa eftir getu/aldri og ættu því allir krakkar undir 10 ára að finna eitthvað við sitt hæfi!

Hefst 22.janúar

Kennari birtur síðar

Námskeið fyrir fullorðna:

Töltnámskeið

Hið sívinsæla töltnámskeið með Ingunni Birnu verður á sínum stað! Frábært fyrir knapa sem vilja aðstoð með að þjálfa sinn hest á uppbyggilegan hátt með áherslu á tölt! Námskeiðið er í formi hópatíma og verður kennt á föstudögum. Námskeiðið verður ekki í hverri viku sem gefur nemendum góðan tíma til að æfa sig heima á milli tíma.

Hefst 16.janúar

Kennari: Ingunn Birna Ingólfsdóttir

Keppnisnámskeið fullorðinna

Námskeið í formi 30 mínútna einkatíma einu sinni í viku! Frábært fyrir alla sem stefna á þátttöku í keppni og vilja einstaklingsmiðaða kennslu yfir tímabilið!

Hefst 14.janúar

Kennari: Ylfa Guðrún Svafarsdóttir

Að sjálfsögðu birt með fyrirvara um breytingar og mannleg mistök!

Ef einhverjar spurningar vakna endilega sendið fyrirspurn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (Thelma)

 

 

581848321_1426232232845493_3217205933230360142_n.jpg