Íþróttakarl og Íþróttakona Harðar 2025

Nú er komið að tilnefningu Harðar til íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2025.

Viðkomandi eru jafnframt íþróttafólk Harðar fyrir árið 2025.

Við biðjum félagsmenn að senda inn tillögur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til síðasta lagi 14. nóvember 2025.

Reglur
Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttafólk Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi íþróttafélaga /deilda í bæjarfélaginu eða eru með lögheimili í Mosfellsbæ en stunda íþrótt sína utan sveitarfélagsins.
Komi útnefning frá tveimur félögum í sömu íþróttagrein má nefndin leita til sérsambands ÍSÍ um álit.
Tilnefna skal tvo einstaklinga (konu og karl) sem fulltrúa félags/deildar í kjöri til íþróttakonu og íþróttakarls

Með tilnefningunni skal fylgja texti þar sem tilgreint er:
• Helstu afrek ársins, með félagsliði eða sem einstaklingur.
• Æfingamagn, ástundun, félagsleg færni og annað sem á erindi í textann um viðkomandi einstakling.
• Mynd af viðkomandi íþróttamanni.
• Símanúmer og netfang hjá viðkomandi.
• Greinagerðin skal að hámarki vera um 80 orð.
Ítrekum sérstaklega að hafa góðan texta og góða mynd! Reglur um kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar.

Viðmið til afreksverðlauna Harðar.
mos.jpg