Knapaþjálfun með Bergrúnu
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Fimmtudagur, nóvember 06 2025 09:32
- Skrifað af Sonja
Knapaþjálfun með Bergrúnu ![]()
29.-30.nóvember
Hestaíþróttir eru ekki frábrugðnar öðrum íþróttum, að því leyti, að til þess að hámarksárangur náist þurfa hestur og knapi að vera í góðu líkamlegu ástandi. Markmið í þjálfun hesta er fyrst og fremst að auka endingu þeirra og að þeir geti stöðugt verið að bæta sig. Þegar kemur að knöpunum sjálfum er ekki síður mikilvægt að huga að sama markmiði.
Bergrún er Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum ásamt því að vera Einkaþjálfari frá ÍAK. Hún kenndi Knapaþjálfun við Háskólann á Hólum í fjögur ár og var einmitt hluti af því teymi sem sá um að þróa áfangann.
Með Knapaþjálfun leggur hún áherslu á líkamsbeitingu knapans með og án hests. Aðstoðar viðkomandi knapa við að finna sína styrkleika og bæta veikleika sem kunna að hafa áhrif á reiðmennsku viðkomandi. Hún horfir mikið til líkamsstöðu, samhæfinguar og hvernig hægt er að bæta sig á hestbaki einfaldlega með því að vera meira meðvitaður um hvað má betur fara.
Helgarnámskeiðin er hugsuð þannig að nemandinn fái sem flest "verkfæri" til að bæta líkamsbeytingu sína, bæði á hestbaki en líka í gegnum æfingar/ æfingatækni sem hægt er að nota heima og/eða í ræktinni.
Innifalið í námskeiðinu er:
Fyrirlestur
- Líkamsstöðugreining
- 2x Einkatímar á baki
- Einn léttur æfingatími
Námskeið sem þú mátt ekki missa af !
Skráning er hafin inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur
Skráningu lýkur miðvikudaginn 26.nóvember klukkan 22:00
Aldurstakmark miðast við 14 ára (fædd 2011)
Verð: 27.500kr
