Skýrsla Mótanefndar fyrir veturinn 2025
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, október 29 2025 19:18
- Skrifað af Sonja
Í mótanefnd sátu eftirfarandi aðilar veturinn 2024-2025
Sigurður H. Örnólfsson (formaður)
Ragnheiður Þorvaldsdóttir (tengiliður stjórnar)
Kristján Arason
Benedikt Ólafsson
Lára Ösp Oliversdóttir
Tara Lovísa Karlsdóttir
3 vetrarmót
Að vanda voru vetrarmótin vel sótt og alltaf gaman að sjá hversu margir taka þátt.
Blíðubakkamótið var fyrsta mót vetrarins og kepptu alls 51 knapar á því móti 25.janúar.
Annað mótið var Grímutölt mót Fiskbúðar Mosfellsbæjar og tók 60 knapar í hinum ýmsu
búningum þátt. Síðasta mótið var svo haldið 15 mars í boði Ljárdals en þar tóku als 53
knapar þátt.
Opinn tölumót
Boðið var upp á annað árið í röð þrjú tölumót samhliða vetrarmótum, en þar geta knapar
komið og riðið íþróttargreinar og fengið tölur og umsögn frá þremur dómurum. Á hverju
móti er boðið upp á T1, T2, V1, F1. Þessi mót eru gerð til að veita keppendum möguleika
að koma og fá einkunnir án þess að taka þátt í eiginlegri keppni og þannig fá úttekt á sér
og hestinum sínum.
Skemmtimót Harðar
Þann 11.apríl var skemmtimót Harðar haldið keppt var í Hraðasta fetið Hægasta
brokkið, Tilþrifa mesta lullið, Galdra tölt, Tímataka í gegnum höllina á öllum gangi. Aukin
heldur voru veitingar í föstu og fljótandi formi og má segja að þessi mót hafa slegið í gegn
allavega hvað áhorfenda fjölda varðar.
Mosfellsbæjameistaramót Harðar
Var haldið 29. Maí -1 júní og voru alls 183 skráningar á mótið. Keppnishald gekk vel í alla
staði og góðir og öflugir keppendur í öllum flokkum. En þess má geta að í boði voru 30
keppnisgreinar og flokkar á þessu móti svo umfangið er töluvert mikið.
Gæðingamót Harðar
Var haldið 16-17 maí í ár var ekki Landsmót svo gæðingamótið var með smærra sniði og
voru 76 skráningar á mótið.
Undirbúningur fyrir næsta keppnisár er á fullu og megum við búast við frábæru Landsmótsári