Skýrsla kvennanefndar 2025
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, október 29 2025 19:14
- Skrifað af Sonja
Skýrsla fyrir aðalfund Harðar 29.10.25
Guðný Guðlaugsdóttir ritar
Í kvennanefnd Harðar veturinn 2024-2025 sátu:
Alda Andrésdóttir
Guðný Guðlaugsdóttir
Guðrún Hildur Pétursdóttir
Harpa Groiss
Kristjana Þórarinsdóttir
Margrét Ólafía Ásgeirsdóttir
Sædís Jónasdóttir
Olga Rannveig Bragadóttir
Helstu verkefni og áherslur:
Að skapa félagslegan vettvang fyrir Harðarkonur til að hittast og fara í reiðtúra saman.
Dagskrá veturinn 2024-2025:
Miðvikudagur 19. mars: Kvennanefnd kynnir starf sitt á fundi í Harðarbóli. Kynning á Harmony hnökkum og reiðtygjum.
Miðvikud. 2. apríl: Stuttur byrjunar reiðtúr í hverfinu.
Miðvikud. 16. apríl: Riðum í Varmadal. Kíktum á nýju skemmuna og pöntuðum pizzur.
Miðvikud. 30. apríl: Riðum i Laxnes. Grilluðum hamborgara.
Föstud. 16. maí: Riðum til Olgu í Fitjakoti og fengum grillaðar pylsur, fengum kynningu á bestu hófolíu i heimi. Fórum svo í hesthúsarölt i hverfinu.
Laugard. 31. maí: Kvennareið. Þingvellir - borðað að Skógarhólum.
Mat:
Kvennanefnd byrjaði af krafti með því að kynna starf vetrarins á fundi í Harðarbóli ásamt því að vera með kynningu á hnökkum og reiðtygjum. Fundurinn var vel sóttur og reiðtúrar kvennanefndar hafa átt vaxandi fylgi að fagna og virðast vera að festa sig í sessi. Milli 10 - 30 konur tóku þátt í reiðtúrunum og ennþá fleiri mættu á félagslega viðburði sem sumir voru nýir eins og hesthúsaröltið. Kvennanefnd var sammála um að hesthúsaröltið hefði tekist mjög vel og skapað meiri nánd milli kvenna í félaginu. Kvennareiðin í maí var að þessu sinni um Þingvelli og þrátt fyrir að vera á degi þar sem annar viðburður var í gangi í félaginu þá var hún mjög vel sótt.
Kvennanefnd nýttir fésbókarsíðuna Harðar-konur aðallega til að auglýsa starfs sitt ásamt því að halda.

