Ásetunámskeið í haust!

🐎 Pilates fyrir knapa – Tveggja helga námskeið

Viltu bæta ásetuna þína og dýpka tengslin við hestinn þinn? Þetta einstaka námskeið sameinar fyrirlestra, sýnikennslu á hesti, Pilates-æfingar á dýnu og í stúdíói til að hjálpa þér að skilja líkama þinn og nota hann markvissar í hnakknum.

Þú munt læra að:

Hver þátttakandi fær lista með heimaæfingum.

Smærri hópar (8–10 á dýnu, 4–6 í stúdíói) tryggja persónulega leiðsögn og athygli.

Kennari – Heiðrún Halldórsdóttir

Heiðrún hefur verið knapi frá því hún man eftir sér og hóf að kenna Pilates árið 2008. Hún er einn af eigendum Eldrún Pilates Studio sem fagnar 10 ára afmæli í febrúar. Heiðrún starfaði við tamningar í um tíu ár og stundar hestamennsku enn í dag. Hún útskrifaðist sem Pilates for Dressage kennari árið 2012 og vinnur í nánu samstarfi við meistarakennara í Pilates til að útskrifa kennara í Romana's Pilates.

Með þessari einstöku reynslu úr bæði Pilates og hestamennsku leiðir hún nemendur áfram með áherslu á líkamsvitund, jafnvægi og hreyfingu í samspili við hestinn.

🗓️ Kennt helgarnar 4. – 5. Október & 8.- 9. Nóvember

📌 Í félagsheimilinu og reiðhöllinni hjá Herði mosfellsbæ ásamt Eldrún pilates studio í skipholti 50b

✨ Byggðu upp betri samskipti, ásetu og ánægjulegra samband við hestinn þinn!

Athugið! Aðeins 20 laus pláss á þetta námskeið svo um að gera að vera fljótur að skrá sig!

Aldurstakmarkið er 16 ára á árinu (fæd 2009)

Verð: 47.000kr

Skráning er hafin inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur

 

Ist möglicherweise ein Bild von 1 Person und praktiziert Yoga