Hjólakeppni Fellahringur 28.8.2025 kl 18-20
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, ágúst 27 2025 20:04
- Skrifað af Sonja
Hjólakeppni á morgun 28.ágúst!!
Kl 18.00-20:00
Fengum viðkomandi tilkynningu:
Þá er komið Fellahringnum sem er hluti af Í Túninu Heima og að venju verður hjólað um Skammadal, upp með Köldukvísl upp að Skeggjastöðum. Niður með Leirvogsá og gegnum Varmadal og síðan uppfyrir iðnaðarsvæðið við Tungumela og það niður að Varmá.
Með von um tillit sé tekið til hjólreiðarmanna í þessa rúmlega tvo klukkutíma.