Riðið í Fáki
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, apríl 25 2025 13:21
- Skrifað af Sonja
Harðarfélagar ætla að lyfta sér upp og heimsækja vini sína í Fák næstkomandi laugardag. Þeir munu ríða á móti og hitta okkur í Óskoti. Lagt verður af stað úr naflanum kl 13.
Smá bras er að komast framhjá framkvæmdum sem eru við undigöngin undir Reykjaveg, en Ingibjörg fararstjóri mun leiða okkur krókaleið til þess að komast upp á Skarhólabraut og þaðan í Fák.
Ef eru einhverjar spurningar getið þið heyrt í Ingibjörgu Ástu s. 8220589, eða sent henni skilaboð.
Harðarmenn koma í heimsókn – Laugardag klukkan 13:00 – Fákur