Páskaleikir reiðhöll Harðar
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Fimmtudagur, apríl 03 2025 13:35
- Skrifað af Sonja
Æskulýðsnefnd Harðar mun halda páskafitness / leiki þriðjudaginn 15. apríl næstkomandi kl. 17:00-18:30. Við förum saman í allskyns leiki og þrautir án hesta.
Foreldrar/ömmur/afar hvattir til að taka þátt með krökkunum.
Þið megið endilega skrifa hér undir viðburðinum hvað koma mörg börn/unglingar frá ykkur.
Allir krakkar sem taka þátt fá páskaegg í glaðning fyrir þátttöku