Þrifnaðarátak á þriðjudag

Þriðjudagskvöldið 24. maí n.k. blæs Beitar- og umhverfisnefnd til árlegs hreinsunarátaks þar sem gæðingarnir fá frí en þess í stað taka knaparnir sér hrífu eða plastpoka í hönd og hreinsa til í okkar nánasta umhverfi. Einnig verða reiðvegir rakaðir út með Leirvog, Tungubakkahringurinn og Mosfellsdalurinn straujaður að venju. Áætlað er að hefjast handa klukkan 18:00 og mæta allir í Harðarból til að fá sér tilheyrandi verkfæri, allt eftir smekk. Að lokinni hreinsun á tíunda tímanum býður félagið upp á síðbúin kvöldverð af grillinu á tíunda tímanum í Harðarbóli. Það er von nefndarinnar að sem flestir sjái sér fært að mæta enda stemmingin að venju góð að loknu góðu dagsverki. Beitar- og umhverfisnefnd