Áburðurinn kominn!!

Áburður á beitarhólfin verður afhentur í dag mánudaginn 14. maí frá kl. 18:00 til kl. 21:00 í reiðhöllinni. Aðeins hluti áburðar er kominn og verður annar afhendingardagur síðar í vikunni auglýstur, þegar ljóst er hvenær hann kemur. Sú breyting er nú á að áburðurinn er keyptur í stórum sekkjum og þurfa leigjendur beitarhólfanna því að ausa sjálfir í poka sem félagið leggur til. Er þetta gert til mæta þeirri miklu hækkun sem orðið hefur á áburði síðustu ár og einnig hitt að ekki er hægt að fá viðeigandi áburðartegund fyrir beitiland í litlum pokum. Minnum á að aðeins skuldlausir félagar fá úthlutað hólfum. Beitargjaldið verður innheimt í heimabanka fljótlega og þarf því ekki að vera greitt fyrir hólfin við móttöku áburðar.

Beitarnefndin