Skráning Glitnis Gæðingamót Harðar

Skráning á Glitnis Gæðingamót Harðar Glitnis gæðingamót Harðar verdur haldið dagana 2.- 4. júní en fyrsta umferð í fullorðinsflokka fyrir Landsmótsúrtöku fer fram 31. maí kl 18.00. Mótið er einungis opið hestum í eigu skuldlausra Harðarfélaga og börnum, unglingum og ungmennum sem eru skuldlausir félagsmenn í Herði. Áríðandi er að eigendur hesta séu rétt skráðir í Worldfeng. Athugið að keppnishestar í yngri flokkum verða einnig að vera í eigu Harðarfélaga. Ekki er tekið við skráningum nema kennitala knapa, kennitala eiganda og IS númer hests liggi fyrir. Skráning á mótið fer fram fimmtudagskvöldið 25. maí í Harðarbóli á milli kl 19:00 og 22:00 gegn staðgreiðslu skráningargjalda. Skráningagjald er kr. 3000. Einnig er hægt að skrá í síma 566 8282 með því að gefa þá upp kortanúmer til greiðslu skráningargjalda Ákveðið hefur verið að bjóða upp á tvöfalda úrtöku fyrir fullorðinsflokka. Fyrri umferðin fer fram á miðvikudagskvöld 31. maí kl 18:00. Knapa er ekki skylt að taka þátt í seinni umferðinni og en er það hærri einkunnin sem gildir. Eftir fyrri umferð er hægt að skrá sérstaklega í seinni umferðina og er innheimt sérstakt skráningargjald fyrir hana. Fyrirkomulag þess verður kynnt síðar. Knapi má ekki skipta um hest á milli umferða. Töltkeppni og kappreiðar mótsins eru opin öllum og eru upplagt tækifæri til að keppa við lágmörk þau sem þarf til að keppa á Landsmótinu í sumar í þessum greinum Keppnisgreinar eru eftirfarandi: A flokkur, atvinnumenn og áhugamenn, B flokkur, atvinnumenn og áhugamenn Ungmennaflokkur, Unglingaflokkur, Barnaflokkur, Pollaflokkur Tölt opinn flokkur 100 m fljúgandi skeið 150 m skeið 250 m skeið Unghrossakeppni, 4v og 5v . Mótsstjórn áskilur sér rétt til að fella niður greinar náist ekki lágmarksskráning. Kveðja mótanefnd.