- Nánar
 
		- 
										Flokkur: Annað						
 
		- 
		Skrifað þann Miðvikudagur, september 07 2005 01:00		
 
	- 
				
							Skrifað af Super User				
 
 
	
			Eins og komið hefur fram í fréttum undanfarið er verið að gera atlögu að hestamannafélaginu Gusti, en athafnamenn eru að gera einstaka hesthúsaeigendum tilboð í hesthúsin með það í huga að rífa þau og breyta landnotkun.  Við hjá Herði sýnum félögum okkar í Gusti fullan stuðning í þeirri stefnu að hestahverfin fái að þróast á þeim svæðum sem þau eru og að tryggt verði aðgengi að þeim með góðum reiðvegum.  Þannig er þetta hjá öðrum þjóðum, meira að segja í Hide Park í miðri London er stunduð lífleg hestamennska.