2. Landsmót UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ

2. Landsmót UMFÍ 50+Helgina 8. - 10. júní verður haldið 2. Landsmót UMFÍ 50 + í Mosfellsbæ.

Á mótinu verður keppt í hestaíþróttum: fjórgangi, fimmgangi og tölti. Við hvetjum ykkur til að taka þátt í þessu skemmtilega móti og sýna ykkur og ykkar hesta Cool.

Mótið er íþrótta - og heilsuhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða frítt á fyrirlestrar, kynningar á íþróttagreinum, hóptímar í m.a. sundleikfimi, Zumba og línudansi. Einnig verður boðið upp á heilsufarsmælingar og fræðslu um hollustu og heilbrigðan lífsstíl ásamt fjöldi annarra viðburða.

2. Landsmót UMFÍ 50+Framkvæmd mótsins verður í höndum Ungmennasambands Kjalarnesþings og Ungmennafélags Íslands í samstarfi við Mosfellsbæ og Heilsuvin.

Keppnisgreinar á mótinu eru: Álafosshlaup,7 tindahlaup, badminton, blak, boccia, bridds, frjálsíþróttir, hestaíþróttir, hringdansar, knattspyrna, kraftlyftingar, línudans, pútt, ringó, skák, starfsíþróttir (pönnukökubakstur, spurningakeppni úr Laxnes), strandblak, sund, sýningar og þríþraut.Allir á aldrinum 50 ára og eldri geta tekið þátt í keppnisgreinum mótsins hvort sem þeir eru í félagi eða ekki. Þátttakendur greiða eitt mótsgjald og öðlast þar með þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Mótsgjald er 3500 krónur óháð greinafjölda. Frítt verður á tjaldstæði mótshelgina í Mosfellsbæfellsbæ. Skráning fer fram á heimasíðu mótsins www.landsmotumfi50.is. Aðstaða til keppni í hestaíþróttum er öll til fyrirmyndar í Mosfellsbæ ásamt annarri íþróttaaðstöðu.

2. Landsmót UMFÍ 50+

 

Sjáumst á Landsmóti UMFÍ 50 + í Mosfellsbæ helgina 8. - 10. júní 2012 kát og hress Wink.

 

Mínar allra bestu kveðjur,

Sigurður Guðmundsson framkvæmdarstjóri Landsmóts UMFÍ 50 +

Frekari upplýsingar um mótið er að finna inn á www.landsmotumfi50.is eða senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sími: 568-2929