Bleika töltmótið í Fák
- Nánar
 - Flokkur: Aðsent
 - Skrifað þann Föstudagur, febrúar 10 2012 09:56
 - Skrifað af Super User
 
Bleika töltmótið verður haldið í reiðhöllinni Víðidal á sjálfan konudaginn, 19. febrúar. 
Mótið er einungis ætlað konum 17 ára og eldri. Skráningargjöldin eru frjáls framlög og renna óskert til Krabbameinsfélags Íslands.
SMELLIÐ HÉR EÐA Á MYNDINA TIL AÐ SJÁ AUGLÝSINGUNA í pdf
Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Við hvetjum því knapa og áhorfendur að klæðast bleiku í tilefni dagsins og sýna samstöðu.