Harðarkonur - Harðarkonur

Við höfum fengið boð frá Andvarakonum um Golureið.  þeir sem hafa áhuga endilega skrá sig hjá emmarm@lsh.is.  Kvennadeildin verður ekki með neina skipulagðar bílferðir að þessu sinni.  

Lagt verður af stað frá félagsheimili Andvara kl. 18:30 og sameiginleg reið við allra hæfi (einhesta!). Stjórn félagsins hittir okkur í reiðinni með glaðning.

Að reið lokinni verður boðið upp á kvöldverð í félagsheimilinu (innifalið í þáttökugjaldinu – skráning hjá
emmarm@lsh.is ) og drykki á vægu verði.
Hinn landskunni Sjonni Brink sér um brjálað stuðball og karlar eindregið hvattir til að mæta eftir kl. 23:30 og tjútta með okkur stelpunum.

Þátttökugjald: kr. 1.500 með mat.

Konur vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir miðvikudag 5. maí í síma 6975000 eða e-mail:
emmarm@lsh.is svo allar fái nóg í gogginn.