Hófapressan

Loksins er búið að opna sér Íslenskan myndbanda, samskiptavef sem er sérhannaður fyrir hestaheiminn. Vefurinn ber nafnið www.hofapressan.is og er að öllu leiti frír. Í stað þess að upploda myndböndum (video) inn á Youtube eða sambærilega vefi þar sem hestamyndböndin (videoin) hreinlega tínast í allri myndbandaflórunni þá er Hófapressan lausnin. Allir netþjónar/serverar Hófapressunnar eru hýstir hér á landi sem gerir vefinn mjög hraðvirkan bæði í áhorfi og svo ekki sé talað um (upload) á myndböndum.


Notendur einfaldlega stofna sinn aðgang og þá opnast heill hestaheimur fyrir þá. Mjög einfalt er að hlaða inn myndböndum og er boðið upp á embed code þar sem hægt er að setja inn á allar vefsíður myndbönd sem eru í boði ásamt því að setja inn á Facebook og samskonar síður.

Notendur geta einnig opnað sína eigin „Hópa“ sem er stórsniðugt ef notandi er með eitthvað sér þema t.d. kennslu, söluhross og fl.

Notendur geta tengst sín á milli á vefnum með innbyggðu email samskiptaformi og gerst áskrifendur af myndböndum hjá hvorum öðrum, þannig að ef t.d notandi X setur inn nýtt myndband þá fær notandi Z tilkynningu (póst) (ef hann er áskrifandi af X) um að nýtt myndband hafi verið sett inn. Þetta er mjög sniðugt ef notendur eru að kaupa og selja hross.

Við hjá Hófapressunni minnum á að ÖLL þjónusta á vefnum er FRÍ og eru öll myndbönd hýst á serverum hérlendis.

Með bestu kveðjum og góða skemmtun

Hófapressan