Reiðhallargólfið

Um nýliðna helgi var lokið við endurbætur á gólfinu í reiðhöllinni sem hófust fyrir nokkrum vikum. Búið er að tæta upp gólfið og setja sand í það og á sunnudaginn var gólfið plægt upp aftur og sandinum blandað betur við efnið sem var undir. Svo var sett Fururflís yfir sem er ætlað að mýkja undirlagið og halda rakastigi réttu í því. Og ekki síður birtir í húsinu að hafa gólfið ljóst.
Eðlilega er gólfið frekar mjúkt núna, en eins og fólk veit mun efnið setjast með reglulegri vökvun og notkun, vonir standa þó til þess að það muni ekki verða eins hart undir Furuflísinni og það var orðið í vor.

Við biðjum alla sem eru að nota höllina að vera duglega að tína saman grjót sem kann að koma upp úr gólfinu núna fyrst um sinn og eins leggjum við mikla áherslu á að ALLIR taki upp skít eftir sína hesta um leið og hans verður vart, þannig helst gólfið bjart og fallegt og efnið endist lengur.

 

242948090_563408024893772_1998838676751788454_n.jpg

245032711_1379713435756743_1707269358790224527_n.jpg

244964780_984260768819070_3028515083274428751_n.jpg

244739402_889419148631394_3645563059851822895_n.jpg

245055754_670401084364118_7998813882890807892_n.jpg

244778443_169951798571739_1118998977203335503_n.jpg

244985418_928909967698685_627357365396516063_n.jpg

244805945_658939771771062_7129110430991325505_n.jpg