Aðalfundur

Minnum á aðalfund félagsins miðvikudaginn 27. janúar kl 20.30. 

Fundurinn verður haldinn í reiðhöllinni, en einnig verður boðið upp á fjarfund.

Reiðhöllin verður hólfaskipt með tilliti til sóttvarna, stólar í boði, sér inngangur í hvert sóttvarnarhólf og hvert hólf með sitt salerni.  Grímur og spritt á staðnum.  

Þeir sem vilja nýta sér fjarfund þurfa að skrá sig sérstaklega með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Þar þarf að koma fram nafn, kennitala og netfang.  Þeir fá síðan senda slóðina fyrir fjarfundinn.  

Skýrslur nefnda, ársreikningurinn og skýrsla stjórnar verða aðgengileg á heimasíðu félagsins og verða því EKKI lesnar upp á fundinum, aðeins opið fyrir fyrirspurnir. Félagsmenn eru því hvattir til að kynna sér skýrslurnar og ársreikninginn á netinu fyrir fundinn. 

Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til þátttöku, en því miður er ekki hægt að halda aðalfund með almennum hætti vegna sóttvarnarreglna.  Fundinn átti að halda 28. október sl., en hefur verið frestað nokkrum sinnum vegna aðstæðna.

Stjórnin.