Firmakeppni 2018
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 18 2018 09:59
- Skrifað af Sonja
Næstkomandi fimmtudag, sumardaginn fyrsta verður árleg firmakeppni Harðar haldin á skeiðbrautinni. Skráning er í reiðhöllinni frá 11:30-12:30 og mótið sjálft hefst klukkan 13:30. Ekkert skráningargjald er á mótið og eru allir hvattir til að taka þátt. 
Riðið er fjórar ferðir, hægt tölt að reiðhöllinni og yfirferðargangur (brokk, tölt eða skeið) til baka. 
Flokkar sem verða í boði eru 
Pollar 
Barnaflokkur 
Unglingaflokkur 
Ungmennaflokkur
3. Flokkur – Lítið vanir 
2. Flokkur – Nokkuð vanir 
1. Flokkur - Vanir 
Heldri menn og konur 
100 metra flugskeið 
Verðlaunaafhending verður í Harðarbóli að móti loknu og kaffisala samhliða því.