Framkvæmdir við Víkurveg og Vesturlandsveg

Góðan daginn hestamenn.

 Bréf þetta er sent forsvarsmönnum hestafélaga á Reykjavíkursvæðinu. Eins og mögulega hefur vakið athygli ykkar standa yfir framkvæmdir við gatnamót Víkurvegar og Vesturlandsvegar. Orkuveitan leggur þar rafstreng og hefur leyfi til að leggja hann í reiðstíg þar sem þrengst er við brúnna. Austan og vestan við brúnna liggur strengurinn samsíða stígnum en þverar hann á nokkrum stöðum. Athygli mín var vakin á því nokkuð eftir að framkvæmdir voru vel á veg komnar að þetta er sá tími árs sem reiðstígurinn er helst notaður. Verkinu líkur þó ekki fyrr en að nokkrum vikum liðnum.  Við höfum reynt að sjá til þess að greið leið sé framhjá framkvæmdasvæðinu, en neyðumst til þess að vísa mönnum inn á göngustíg sem þarna liggur samhliða. Verktakinn (ÍAV) hefur einnig reynt að merkja leiðina í gegnum svæðið svo hún sé augljós. Ljóst er að þetta er rask á leið stígsins og höfðum því til ykkar að fara gætilega um svæðið. Við reynum líka að taka ábendingum vel um hvað mætti betur fara.  

f.h. framkvæmdareftirlits með verkinu.