Reiðhöllin, tafir við framkvæmdir

Tafir hafa orðið á byggingu reiðhallarinnar þar sem verkfræðingar verktakans hafa ekki skilað teikningum á tilskildum tíma.  Þetta hefur leitt af sér að ekki hefur verið hægt að byrja á að smíða undirstöður og hefur ekkert verið hægt að vinna við verkið í á annan mánuð.  Smíði reiðhallarinnar er þó í fullum gangu erlendis og eru fyrstu burðarbitarnir væntanlegir til landsins í fyrstu viku  desember.  Þessar tafir eru afar leiðinlegar fyrir okkur, en við sömdum þannig við verktakann að hann átti að skila húsinu með teikningum og skil þeirra því alfarið á hans könnu.  Að öðru leiti hafa samskipti við verktakann verið mjög góð og ekki annað að sjá en þeir hafi fullan hug á að standa sig og leggja metnað í að við verðum ánægð með reiðhöllina okkar, enda mikilvægt fyrir þá að vel til takist.

 

Áætluð verklok eru  1.febrúar 2008.