Léttleiki og frelsi

Við minnum á námskeiðið Léttleiki og frelsi sem Súsanna Ólafsdóttir verður með í Harðarbóli á laugardaginn.  Hér er um tímamótanámskeið að ræða sem tekur á málum sem hafa orðið útundan í íþróttinni okkar fram að þessu.  Við Harðarfélagar erum stollt af þessu framtaki og hvetjum alla til að mæta.  Námskeiðið hefst kl. 9.30 á laugardagsmorgun og verður fram eftir degi.  Þáttökugjald er 2000.- kr, en innifalið í því er hádegismatur og kaffi.  Þess ber einnig að geta að Súsanna er sannur Harðarfélagi og ætlar að láta allan ágóða af námskeiðinu renna í nýstofnaðan stækkunarsjóð Harðarbóls, en eins og kom fram á aðalfundi félagsins stefnum við að því að stækka Harðarból úr 80 manna sal í 150 manna sal.