Linda Rún íþróttakona Mosfellsbæjar

lindarunLinda Rún Pétursdóttir var kjörin  Íþróttakona Mosfellsbæjar í gær sunnudag. Þetta er í 18. sinn sem þessi útnefning fer fram og Linda fyrsta konan sem hlýtur þennan titil. Linda Rún Pétursdóttir vann það frábæra afrek að verða heimsmeistari í tölti ungmenna í heimsleikum íslenska hestsins í Sviss og var valin í úrvalshóp ungmenna LH 2009 sem og efnilegasti knapi landsins í sínum aldurshóp. Einnig keppti hún fyrir Íslandshönd á Norðurlandamóti í Svíþjóð og lenti í 4. sæti í fjórgangi.

Linda keppti á hinum ýmsu mótum hérlendis. Var í 2 sæti í Reykjavíkurmóti í Ístöltkeppni ungmenna, 1 sæti í tölti ungmenna og 1 sæti í fjórgangi á innanfélagsmóti Harðar.  Varð í 1 sæti fjórgangi ungmenna og í 1 sæti töltkeppni á úrtökumóti fyrir Heimsleika-íslenska hestsins í Sviss þar sem hún varð heimsmeistari eins áður kom fram en Afreksmannasjóður Harðar og Mosfellsbæjar styrkti hana til ferðarinnar á heimsmeistaramótið.  

Alls eru 3 konur frá þremur félögum tilnefndar,ein frá Aftureldingu, ein frá Golfklúbbnum Kili og ein frá Hestamannafélaginu Herði. Það eru fimm karlar úr 5 félögum tilnefndir, Reynir Örn Pálmarsson frá Herði en hinir fjórir er frá Aftureldingu, Gólfklubbnum Kili, Mótómos og Golfklúbbnum Bakkakoti.

Linda er frábær íþróttamaður sem hefur keppt fyrir Hörð frá barnsaldri og verið í forystu síns flokks frá upphafi. Hún er félagslind og hefur verið í fremstu línu á flestum þeim hestasýningum sem æskulýðsdeild Harðar hefur tekið þátt í, svo sem hinn árlegi viðburður í reiðhöllinni í Víðidal „Æskan og hesturinn“.  Hún er afreksmaður í hestaíþróttum og frábær fyrirmynd annarra hestamanna.  

Hestamannafélagið Hörður tilnefndi í 5 sinn, Arnar Loga Lúthersson efnilegasta knapann og fékk hann viðurkenningu á hátíðinni í gær sem og Harpa Sif Bjarnadóttir sem valin var efnilegust 16 ára og yngri.

Hestamannafélagið Hörður óskar Lindu Rún, Reyni Erni, Arnari Loga og Hörpu Sif innilega til hamingju með árangurinn.  Þið eruð stolt okkar Laughing