Hundahald í hesthúsahverfinu

Kæru hundaeigendur,

Okkur hefur borist ábending frá hundaeftirliti Mosfellsbæjar um að hér í hesthúsahverfinu svo og á reiðstígum er lausaganga hunda með öllu bönnuð, eins og annarstaðar í Mosfellsbæ. Við fáum tækifæri til að taka til í okkar málum sjálf í nokkra daga, en framvegis mun verða farið með þá lausu hunda sem sjást í hverfinu á sama hátt og lausa hunda í öðrum hlutum bæjarins. Mér skils að þeir séu fjarlægðir og látnir lausir aftur gegn lausnargjaldi.

Þetta eru opinberu reglurnar, en við verðum líka að átta okkur á því að við lifum í þéttu sambýli í hesthúsahverfinu og sumir, bæði hestar og menn, eru hræddir við lausa hunda. Hér eiga allir rétt á að geta sinnt hestamennsku án þess að eiga á hættu að laus hundur fæli undir þeim hestinn.

Sýnum tillitsemi og tökum á þessu máli sjálf áður en yfirvaldið þarf að gera það.