Hún stóð upp úr hjólastólnum - Anna Rebecca heldur fyrirlestur í Harðarbóli
- Nánar
 - Flokkur: Fréttir
 - Skrifað þann Miðvikudagur, mars 05 2014 13:43
 - Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
 
Stóð upp úr hjólastjólnum
Anna Rebecca heldur fyrirlestur um framkomu við fatlaða einstaklinga í Harðarbóli í Mosfellsbæ fimmtudaginn 13.mars kl. 19.30
Okkar frábæri félagi Anna Rebecca sem lenti í hestaslysi fyrir einu og hálfu ári síðan ætlar að halda fyrirlestur um mismunandi framkomu fólks við fatlaða og ófatlaða. Hún hefur upplifað mjög margt í sínu bataferli og ætlar að fræða okkur um það hvernig hún upplifði það, hvernig framkoma fólks breyttist við það að hún var allt í einu komin í hjólastól.
Við hvetum alla til að mæta og hlusta á frábæra unga konu segja frá sinni reynslu.
Við ætlum að bjóða uppá salat og brauð sem hægt verður að kaupa á 500 kr.
