Fjölskyldureiðtúr Harðar

thumb_dsc00871Þann 4. maí var farinn hinn árlegi fjölskyldureiðtúr Hestamannafélagsins. 

Veðurútlit var ekki gott þó að spáin fyrr í vikunni hafði verið nokkuð góð. Frekar ákveðinn vindur var í fangið á reiðmönnum,-konum og -börnum á leið á áfangastað sem var hjá Badda á Hraðastöðum. Riðið var í tveimur hópum, hraðari hóp og hægari hóp. Samtals tóku um 30 manns þátt í reiðinni og fleiri komu akandi og áttu allir gleðilega stund saman. 

 

Á Hraðastöðum eru ýmsar dýrategundir sem hægt er að berja augum og fá að halda á ungviðinu s.s. lömb, hvolpar, kanínur, kettlingar og svín, svo eitthvað sé nefnt. Svínið er hinsvegar ekki mikið fyrir klapp og að láta halda á sér en það gaf upp mikið öskur þegar átti að reyna það. Það var bara gert einu sinni Smile

Reiðhestarnir fengu að fara út á tún meðan knapar gæddu sér á hamborgara og pylsum á milli þess sem dýrin voru skoðuð.

Ferðin til baka gekk mjög vel enda var vindurinn í bakið. Óhætt er að segja að dagurinn hafi verið ánægjulegur fyrir þá sem tóku þátt enda gaman að hittast og sjá eitthvað nýtt.

 Hestarnir nutu sín velHestarnir fengu að kroppa smá af grænu grasiNokkrar myndir sem voru teknar:

 

 

 

 

 

 

 

BaddiMaría í grillinu

 

 

 

 

 

 

 

 Ragnheiður í matarstússi fyrir grilliðGyða stendur með Hauk við grillið

 

 

 

 

 

 

 

 

dsc00873 

 

 

 

 

 

 

dsc00871

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Baddi og frú að kveðja gesti