Hinn árlegi fjölskyldureiðtúr verður sunnudaginn 4. maí

Hinn árlegi fjölskyldureiðtúr verður farinn nk. sunnudag þann 4. maí. Lagt verður af stað frá Naflanum kl. 13.00 og farið til Badda á Hraðastöðum, dýrin skoðuð og grillað saman.

Dagskráin er eftirfarandi:
13.00     Lagt af stað frá Naflanum
14.00     Komið til Hraðastaða – dýrin skoðuð
14.30     Grillað og borðað
16.00     Riðið til baka
17.00     Komið heim – dagskrá lokið

Skoðað verður hvort hópnum verði skipt í tvennt, hægari reið og hraðari reið. Fjölmennum í fjölskyldureiðtúrinn, gerum hann eftirminnilegan og vonum að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir en í dag er spáð golu, 12°C og (smá)skúrir Cool

Athugið að tímasetningar er áætlaður tími.

Æskulýðsnefndin