Fundargerð 12.mars 2013

Stjórnarfundur 12. mars 2013 Mætt:

Jóna Dís, Ragnhildur, Gyða, Alli, Siggi, Ólafur, Gunnar

Einnig Ragna Rós

  1. Fundagerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt.
  2. JDB átti fund með Jóhönnu og Þorsteini hjá framkvæmdasvið Mosfellsbæjar. Fjárveiting til félagsins þetta árið vegna vallarins og reiðhallarinnar er ekki fyrir hendi þetta árið. Sækja þarf um fjárveitingar í september vegna framkvæmda næsta árs. Þorsteinn mun skoða möguleika á aukafjárveitingu vegna lagfæringar á vellinum fyrir vorið.
  1. JDB sótti þing UMSK í byrjun mánaðarins. Þar var tekist hart á um endurskoðun á skiptingu Lottó tekna. Samþykkt var tillaga frá Aftureldingu og fl. um réttlátari skiptingu sem nær tvöfaldar tekjur Harðar af Lottóinu.
  2. Opnuauglýsing hefur verið keypt af Mosfelling til að kynna starfsemi Harðar sem birtist 14. mars.
  3. Samþykkt að JDB leiti tilboða í endurnýjun trygginga félagsins.
  4. Ákveðið að yfirfara félagatalið og gera könnun á því hve stór hluti hestamanna á starfssvæði Harðar eru félagar. Ragnhildur, Ragna Rós og Gunnar fara í verkefnið.
  5. Ákveðið að virkja netfangaskrá félagsmanna og gera tilraun með að senda fjölpóst og óska eftir viðbrögðum. Gyða og Ragna Rós sjá um málið.
  6. Skila þarf skýrslu til ÍSÍ úr ársreikningi 2012 fyrir 15. apríl. Sigurður og Ragnhildur ganga frá henni og senda.
  7. Mótanefnd mun sjá um framkvæmd firmakeppninnar. Ragna Rós hringir út til kunnra styrktaraðila.
  8. Sláin í reiðhöllina er á leiðinni.
  9. Önnur mál

Fleira ekki gert og fundi slitið 19.00