Firmakeppnis númer
- Nánar
- Flokkur: Mótanefnd
- Skrifað þann Föstudagur, apríl 27 2007 15:28
- Skrifað af Super User
Stúlkan á myndinni tók þátt í þriðja vetrarmóti
Harðar. Eftir mótið skilaði hún keppnisnúmerinu. Það eru því miður ekki allir eins duglegir að
skila númerunum og litla stúlkan og af þeim sökum erum við hjá mótanefnd í miklum
vandræðum fyrir firmakeppnina. Okkur vantar fullt af númerum. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að keppnisfólk
skili ekki númerunum, sumir sem fá verðlaun fara í gleðivímu og vita ekki í þennan
heim né annan og hreinlega taka með sér númerin heim. Hinn hópurinn sem ekki fær verðlaun getur
fengið vægt áfall en kannski er viðkomandi búin að þjálfa og kemba í marga
daga. Við hjá mótanefnd skiljum alla og
vonum að þið skilið númerunum um helgina eða fyrir Firmakeppnina sem hefst 1. maí n.k. Númerin geta leynst á kaffistofum, í
hnakkageymslum, hlöðum eða bílum. Við
tökum vel á móti öllum.
Kv Mótanefnd.