Opið íþróttamót í Sörla - punktamót fyrir LM2006

Hestamannafélagið Sörli í samvinnu við fyriræki á höfuðborgarsvæðinu ætlar að halda opið hestaíþróttamót dagana 14. – 16. júní nk. Keppnisgreinar... ▪ Tölt ▪ Fjórgangur ▪ Fimmgangur ▪ 100 metra fljúgandi skeið ▪ Slaktaumatölt ▪ Gæðingaskeið Flokkar Keppt verður í 1. flokki (Opinn flokkur), 2. flokki (áhugmannaflokkur) og U-22 (ungmenni+unglingar+börn). Síðasti sjens Mótið er síðasti sjens að ná í punkta fyrir tölt fyrir Landsmót. Auk þess verður rafræn tímataka en með því eru þetta síðustu skeiðkappreiðar til að ná gildandi tíma fyrir Landsmót í 100 metra fljúgandi skeiði. Skráning Skráning á mótið verður mánudaginn 12. júní frá kl. 20-22 í dómpalli á Sörlastöðum í Hafnarfirði og símum 847-2645, 898-1713, 898-3031 og 864-1315. Posi á staðnum. Einnig er hægt að leggja inn á reikning 0525-26-1580 kt. 300380-5819 og senda greiðslukvittun á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Hesthúspláss á meðan móti stendur Möguleiki verður á því að fá pláss fyrir hesta í nálægum hesthúsum á meðan móti stendur gegn vægu gjaldi. Fólk verður að sjá um að koma með spæni sjálft en hey verður skaffað. Þak á skráningargjöldum - Verðlaunapottur Þúsund krónur af hverri skráningu fara í verðlaunapott sem skiptist á milli knapa sem lenda í 1.-3. sæti. Skráningargjald er kr. 3.000 í hverja grein en þak verður á skráningargjöldunum þannig að sami knapi borgar mest fyrir fjórar skráningar (kr. 12.000) en svo 1000 krónur aukalega fyrir hverja skráningu umfram það (sem fer í verðlaunapottinn). Verðlaun - Aukaverðlaun Glæsileg verðlaun verða á mótinu; Farandbikarar, eignabikarar og verðlaunapeningar. Glæsileg aukaverðlaun verða í boði. Þar á meðal vinningar frá Húsasmiðjunni og verið er að vinna í því að allir þátttakendur sem komast í úrslit fari í pott þar sem aðalvinningur er flugmiði til Evrópu. Allir þátttakendur í U-22 flokknum fara í pott þar sem dregin verða út glæsilegt trampólín frá Europris. Drög að dagskrá Miðvikudagur 14. júní kl. 18:00 FORKEPPNI -Tölt forkeppni -Slaktaumatölt -Gæðingaskeið -100 metra fljúgandi skeið Fimmtudagur 15. júní kl 18:00 FORKEPPNI -Fjórgangur forkeppni -Fimmgangur forkeppni Föstudagur 16. júní kl. 17:00 ÚRSLIT 17:00 Fjórgangur ungmenni úrslit 17:30 Fjórgangur 2. flokkur úrslit 18:00 Fjórgangur 1. flokkur úrslit 18:30 Fimmgangur ungmenni úrslit 19:00 MATARHLÉ 19:30 Fimmgangur 2. flokkur úrslit 20:00 Fimmgangur 1. flokkur úrslit 20:30 Slaktaumatölt 21:00 Tölt ungmenni úrslit 21:30 Tölt 2. flokkur úrslit 22:00 Tölt 1. flokkur úrslit