Snælands video Mosó gæðingamót Harðar

Snælands Video Mosó Gæðingamót Harðar 2004 fer fram dagana 4.-6. júní næstkomandi. Mótið er jafnframt úrtaka fyrir Landsmót 2004. Skráning verður í Harðarbóli mánudaginn 31. maí frá kl: 12-18. Ekki verður tekið við skráningum eftir það og skila skal inn fæðingarnúmeri hests við skráningu og kennitölu knapa. Þátttökurétt á Landsmóti fyrir Hörð eiga 5 efstu gæðingar og 5 efstu í yngri flokkum. Keppt verður í pollaflokki, A og B flokki atvinnumanna og áhugamanna, barnaflokki, unglingaflokki og ungmennaflokki, unghross í tamningu auk tölts og 150 og 250 m. skeiðs. Tölt og kappreiðar eru opnar en gæðingakeppni og keppni í yngri flokkum einungis fyrir skráða félagsmenn Harðar. Athugið reglur um félagaskipti og nýskráningu í félagið. Skráningargjöld eru: 2500 kr. pr. skráningu, utanfélagsmenn greiða 3000 kr. pr. skráningu í tölt og kappreiðar. Pollaflokkur keppir frítt. Allir hestar verða að vera grunnskráðir í Worldfeng. Athugið að skráning eigenda í Worldfeng verður að vera rétt og verður hestur í gæðingakeppni að vera í eigu félagsmanns Harðar og hann skuldlaus við félagið. Handhafar farandbikara eru beðnir að skila þeim sem fyrst. Kveðja; Mótanefnd