Gámur fyrir rúlluplast

Verður staðsettur torginu í efra hverfinu frá klukkan 10:00 til 13:00 laugardaginn 15.mars. Athygli skal vakin á því að aðeins er heimilt að setja í hann rúlluplast. Þeir sem koma með plastið í plastpokum eða öðrum umbúðum verða að losa úr pokunum í gáminn þannig að tryggt sé að aðeins fari í hann plast utan af heyrúllum eða -böggum. Verði misbrestur á þessu er útséð um að aftur fáist slíkir gámar á svæðið.  

Beitar- og umhverfisnefnd Harðar og Félag hesthúseigenda á Varmárbökkum